Fáðu meira út úr þínu doktorsnámi

Um GPMS

GPMS er nýtt prógram innan Læknadeildar Háskóla Íslands sem er ætlað að veita doktorsnemum í faraldsfræði, klínískum rannsóknum, og yfirfærsluvísindum umgjörð og stuðning. Markmiðið er að nemar sem taka þátt fái meira út úr sínu doktorsnámi og komi út úr því sem sjálfstæðari og sterkari rannsakendur með góð tengslanet.

Viltu vera með?

Það er einfalt að taka þátt og það er ÓKEYPIS. GPMS er fjármagnað með hluta úr brautskráningarupphæð fyrir hvern þátttakanda sem lýkur doktorsnámi. Þannig styður hver nemi GPMS og styður þannig við uppbyggingu metnaðarfulls prógrams og umgjarðar fyrir doktorsnema í faraldsfræði, klínískum rannsóknum og yfirfærsluvísindum