Afhverju GPMS?

  • Þú færð aðgang að öllum viðburðum GPMS
  • Þú færð aðgang að stuðningi og samstarfsverkefnum GPMS
  • Það er ÓKEYPIS að taka þátt
  • Fjármögnun GPMS er í hlutfalli við fjölda þátttakenda sem útskrifast. Þannig styður þú umgjörð og atburði fyrir doktorsnema í læknavísindum með því að taka þátt
  • Ert hluti af samfélagi doktorsnema í læknavísindum
  • Þú færð meira út úr þínu doktorsnámi

Starfsemi GPMS

Viðburðir

Stór hluti af starfsemi GPMS snýr að skipulagningu fræðslu- og félagsviðburða fyrir meðlimi. Nokkrar tegundir viðburða verða á dagskrá m.a.

Málstofur GPMS – Reglulegir fundir þar sem meðlimir segja frá rannsóknum sínum og rannsóknaráætlun doktorsnámsins. Auk þess verða gestafyrirlesarar sem ræða annað hvort vísindaleg málefni eða um almenn atriði rannsókna og vísindastarfs.

Öndvegisfyrirlestrar – Fyrirlestrar afkastamikilla og/eða áhrifamikilla vísindamanna og kvenna. Hér verður sérstakelga stefnt að því að fá andmælendur frá doktorsvörnum við læknadeild til að halda fyrirlestra.

Námskeið – Á námskrá Háskóla Íslands eru fá námskeið sem snúa að sérhæfðari málefnum í læknavísindum. Auk þess eru margir meðlimir GPMS ekki í doktorsnámi yfir heilar skóla annir vegna klínískrar þjálfunar. GPMS heldur því námskeið sem henta meðlimum sem ná yfir nokkra daga í stað heillar annar.

Árleg ferð – Einu sinni á ári skipuleggur GPMS ferð fyrir meðlimi sína. Um er að ræða tveggja daga ferð með örnámskeiðum, fyrirlestrum og kynningum nema. Þess utan er öflug skemmtidagskrá.

©Kristinn Ingvarsson

Stuðningur

©Kristinn Ingvarsson

Doktorsnám er erfitt og getur stundum verið flókið að láta það ganga upp. GPMS er meðlimum sinnar innan anda til að styðja það í gegnum vandamál sem kunna að koma upp í náminu.

Aðstaða – GPMS hjálpar nemum sem ekki hafa aðstöðu við rannsóknir að finna henntuga aðstöðu innan Háskóla Íslands. Markmiðið er að aðstaðan tryggi nemanum góða vinnuaðstöðu í umhverfi með fólki sem stundar líka rannsóknir og þannig koma nemanum í tæri við rannsóknarsamfélagið í læknavísindum við Háskóla Íslands

Samhæfing klínskrar þjálfunar og rannsókna – Margir sem stunda doktorsnám við Háskóla Íslands eru líka hluti í klínískri vinnu og þjálfun, einkum sérnámi í undirgreinum læknisfræðinnar. GPMS mun stuðla að samþættingu þessara mikilvægu og gagnlegu sameiginlegu þjálfunar með því að stuðla að kerfislægum breytingum sem auka aðgengi einstaklinga í klínískri þjálfun til hágæða rannsóknartengds náms og tryggja jafnræði milli stofnanna og innan þeirra. Auk þess mun GPMS verða meðlimum sínum innan handar í samskipum sínum við Háskólann og klínísku þjálfunarprógrömmin

Önnur aðstoð – Það getur ýmislegt komið uppá í doktorsnámi. GPMS er öllum meðlimum sínum innan handar við að koma málum þeirra í réttan farveg og styðja þau í gegnum erfið tímabil í doktorsnáminu.

Samstarf

Hluti af doktorsnámi er að verða útsettur fyrir nýjum hugmyndum og kynnast fólki sem stundar öðruvísi vísindi en maður sjálfur. Það víkkar sjóndeildarhringinn og skapar tækifæri til nýrra og áhugaverðra verkefna bæði innan doktorsnámsins en líka eftir að því líkur. Þess vegna vill GPMS stuðla að auknum samgangi og samtali milli fræðigreina sem snúa að læknavísindum, heilbrigði og heilsu. GPMS er því í stöðgu samtali við aðrar fræðigreinar, einkum grunnvísindi innan læknadeildar, klíníska starfsemi á landspítala og víðar í leit að tækifærum til sameiginlegra viðburða og verkefna.